Ferill 72. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 72 . mál.


827. Breytingartillögur


við frv. til l. um breyt. á l. nr. 21 5. maí 1990, um lögheimili.

Frá minni hluta allsherjarnefndar (SP, GE, BBj).


    Við 1. gr. Efnismálsgreinin orðist svo:
                  Manni, sem flyst á dvalarheimili aldraðra, er heimilt í allt að 18 mánuði frá flutningi að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi sem hann hafði fasta búsetu í áður.
    Við 2. gr. Greinin falli brott.