Ferill 144. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 144 . mál.


836. Breytingartillögur


við frv. til húsaleigulaga.

Frá félagsmálanefnd.


    Við 3. gr. Við greinina bætist: eða annað sambúðarform tveggja einstaklinga ef sambúðin hefur varað samfleytt í eitt ár.
    Við 56. gr. Í stað orðanna „sem ekki er atvinnuhúsnæði“ í lok 1. tölul. komi: til hvers sem það er notað.
    Við 69. gr.
         
    
    Í stað „Byggingarfulltrúa ber að“ í 2. mgr. komi: Sá sem framkvæmir úttektir skal.
         
    
    Á eftir orðinu „byggingarfulltrúi“ í 3. mgr. komi: eða annar aðili skv. 1. mgr.
    Við 85. gr. Á eftir 6. mgr. komi ný málsgrein sem orðist svo:
                  Kærunefndin getur einnig tekið fyrir mál að eigin frumkvæði og eftir tilmælum og ábendingum frá öðrum, svo sem félagsmálaráðuneytinu, Húsnæðisstofnun ríkisins, byggingarfulltrúum, leigumiðlurum, Húseigendafélaginu og Leigjendasamtökunum. Í slíkum málum getur nefndin látið frá sér fara álit og tilmæli og gilda um málsmeðferð fyrirmæli þessarar greinar eftir því sem við getur átt.
    Við 87. gr.
         
    
    Í stað „1. mars 1994“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: 1. janúar 1995.
         
    
    Í stað „1. júní 1994“ í síðari málslið 1. mgr. komi: 1. mars 1995.