Ferill 41. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


117. löggjafarþing 1993–1994.
Nr. 11/117.

Þskj. 919  —  41. mál.


Þingsályktun

um endurskoðun laga um skipan opinberra framkvæmda.


    Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra að skipa nefnd til að endurskoða lög nr. 63 frá 1970, um skipan opinberra framkvæmda. Við endurskoðun laganna verði lögð áhersla á að styrkja framkvæmd laganna með breyttri skipan við undirbúning, mat verktilboða og gerð langtímaáætlana um opinberar framkvæmdir, bæði nýbyggingar og viðhald.

Samþykkt á Alþingi 8. apríl 1994.