Ferill 294. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 294 . mál.


1003. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 65/1982, um skattskyldu innlánsstofnana, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á fund til sín fulltrúa fjármálaráðuneytisins. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá ASÍ, fjármálaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sparisjóða, Verslunarráði og VSÍ.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerðar eru tillögur um á sérstöku þingskjali. Þær breytingar miðast að því að taka lánastofnanir sem fjallað er um í lögum nr. 123/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, inn í frumvarpið. Slíkar lánastofnanir munu framvegis lúta að mörgu leyti sömu reglum og viðskiptabankar og sparisjóðir, m.a. að því er varðar eftirlit bankaeftirlits Seðlabanka Íslands, eiginfjárkröfur o.fl., og því þykir eðlilegt að samræmdar reglur gildi þar um varðandi skattalega stöðu lánastofnana. Þetta er til samræmis við það sem gildir annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er þó gert ráð fyrir að eignarleigufyrirtæki, sem skilgreind eru í 9. gr. laga nr. 123/1993, muni falla undir skattskyldu laga nr. 65/1982 vegna sérsjónarmiða sem um slík fyrirtæki gilda, annars vegar varðandi fjármögnunarleigusamninga og hins vegar kaupleigusamninga. Þá er lagt til að gildistöku verði frestað um eitt ár.

Alþingi, 20. apríl 1994.



Halldór Ásgrímsson,

Vilhjálmur Egilsson.

Steingrímur J. Sigfússon.


form., frsm.



Kristín Ástgeirsdóttir.

Guðjón Guðmundsson.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson.



Rannveig Guðmundsdóttir.

Ingi Björn Albertsson.

Árni R. Árnason.