Ferill 87. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 87 . mál.


1010. Nefndarálitum till. til þál. um endurskoðun slysabóta sjómanna samkvæmt siglingalögum.

Frá samgöngunefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið á nokkrum fundum og fékk til sín Jón Birgi Jónsson ráðuneytisstjóra og Ragnhildi Hjaltadóttur, skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu. Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með aðeins breyttu orðalagi sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Breytingin felur aðallega í sér upptöku orðsins líftjón sem greinilega hefur fallið niður í tillögunni en í greinargerð er skýrlega talað um bætur fyrir líf- eða líkamstjón.

Alþingi, 20. apríl 1994.Pálmi Jónsson,

Stefán Guðmundsson.

Árni Johnsen.


form., frsm.Jóhann Ársælsson.

Petrína Baldursdóttir.

Sturla Böðvarsson.Guðni Ágústsson.

Egill Jónsson.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.