Ferill 532. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 532 . mál.


1043. Nefndarálit



um frv. til l. um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund til viðræðna um það Jón Ingimarsson, skrifstofustjóra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Breytingartillögurnar miða fyrst og fremst að því að gera einstök ákvæði frumvarpsins skýrari og er í þeim tilvikum ekki um efnislegar breytingar að ræða. Þær efnisbreytingar, sem um er að ræða, fela í sér að bætt er í frumvarpið ákvæðum um hávaða sem berst frá heimilistækjum til að tryggja að neytendur fái upplýsingar um hávaða heimilistækja með sama hætti og um orkunýtni tækjanna.
    Pálmi Jónsson og Finnur Ingólfsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 25. apríl 1994.



Svavar Gestsson,

Sigríður A. Þórðardóttir.

Páll Pétursson.


form., frsm.



Gísli S. Einarsson.

Guðjón Guðmundsson.

Tómas Ingi Olrich.



Kristín Einarsdóttir.