Ferill 469. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 469 . mál.


1060. Nefndarálitum till. til þál. um flugmálaáætlun árin 1994–1997.

Frá samgöngunefnd.    Nefndin hefur fjallað um tillöguna á nokkrum fundum og aðstoðaði Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, nefndina við yfirferð málsins. Á fund nefndarinnar komu Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, Haukur Hauksson aðstoðarflugmálastjóri, Leifur Magnússon, formaður flugráðs, Jóhann Helgi Jónsson hjá Flugmálastjórn, Ómar Benediktsson og Gunnar Þorvaldsson frá Íslandsflugi hf., Sigurður Aðalsteinsson og Jón Karlsson frá Flugfélagi Norðurlands hf., Hörður Guðmundsson frá Flugfélaginu Erni hf., Gústaf Guðmundsson frá Flugfélagi Austurlands hf. og loks frá Félagi einkaflugmanna Þorkell Guðnason, Guðmundur Ásgeirsson og Víðir Gíslason.
    Flugmálaáætlun var síðast lögð fram á 115. löggjafarþingi, 1991–92. Hún er nú til endurskoðunar á grundvelli 5. mgr. 1. gr. laga nr. 31/1987, um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum.
    Í tillögum, sem lagðar eru fram á sérstöku þingskjali, leggur nefndin til nokkrar efnisbreytingar á III. og IV. lið tillögunnar og verður nánari grein gerð fyrir þeim breytingum í framsögu með nefndaráliti þessu. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt að svo breyttu.

Alþingi, 26. apríl 1994.Pálmi Jónsson,

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,

Sturla Böðvarsson.


form., frsm.

með fyrirvara.Petrína Baldursdóttir.

Stefán Guðmundsson,

Árni Johnsen.


með fyrirvara.Egill Jónsson.

Jóhann Ársælsson,

Guðni Ágústsson,


með fyrirvara.

með fyrirvara.