Ferill 283. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 283 . mál.


1091. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar (VE, ÁRÁ, GHall, GunnS, EKG).



    Við 2. gr.
         
    
    Fyrstu tvær efnismálsgreinar orðist svo:
                            Bátar minni en 6 brl., sem stundað hafa veiðar með línu og handfærum með dagatakmörkunum, skv. 6. mgr. II. bráðabirgðaákvæðis laganna, skulu frá og með fiskveiðiárinu, er hefst 1. september 1994, sæta veiðitakmörkunum eins og kveðið er á um í 2.–6. mgr. þessarar greinar. Þessum bátum er einungis heimilt að stunda veiðar með línu og handfærum. Þó er sjávarútvegsráðherra heimilt að veita þeim leyfi til að stunda veiðar á botndýrum með þeim veiðarfærum sem til þarf, svo sem plógum og gildrum, og til hrognkelsaveiða í net.
                            Veiðar skulu bannaðar í desember og janúar sem og í sjö daga um páska og verslunarmannahelgi samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra. Veiðar skulu enn fremur bannaðar aðra og fjórðu helgi hvers mánaðar auk föstudaga á undan hvorri helgi. Falli banndagar þessir saman við banndaga um páska eða verslunarmannahelgi flytjast þeir fram sem því nemur.
         
    
    6. efnismgr. orðist svo:
                            Viðbótarbanndögum skal bætt framan við banndaga á viðkomandi tímabili og skipt eins jafnt niður og unnt er.
    Við 4. gr. Fyrri málsliður 2. efnismgr. falli brott.
    Við 5. gr. Í stað orðanna „10%“ komi: 20%.
    Við 7. gr. Greinin falli brott.
    Við 8. gr. Greinin orðist svo:
                  Á eftir 3. mgr. 12. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar er orðast svo:
                  Þegar meira en 15% af aflamarki því af einhverri tegund, sem úthlutað var til skips í upphafi fiskveiðiárs, hefur verið flutt frá skipinu til skipa í eigu annarra útgerða án þess að um jöfn skipti sé að ræða er óheimilt á sama fiskveiðiári að flytja aflamark af sömu tegund til skipsins. Á sama hátt er óheimilt að flytja aflamark frá skipi þegar meira en sem svarar 15% af upphaflegu aflamarki skipsins af viðkomandi tegund hefur verið flutt til skipsins af skipum í eigu annarra útgerða á fiskveiðiárinu án þess að um jöfn skipti sé að ræða. Fiskistofu er þó heimilt að veita undanþágu frá banni við flutningi aflamarks frá skipi ef alvarlegar bilanir verða þess valdandi að veiðiheimildir þess nýtast ekki.
                  Aldrei er heimilt að flytja aflamark milli skipa leiði slíkur flutningur til þess að veiðiheimildir þess skips sem flutt er til verði bersýnilega umfram veiðigetu þess.
    Við 9. gr. Greinin orðist svo:
                  1. málsl. 4. mgr. 12. gr. laganna, sbr. 9. gr. laga nr. 36/1992, er verður 6. mgr., orðast svo: Veiði fiskiskip minna en 50% af samanlögðu aflamarki sínu í þorskígildum talið tvö fiskveiðiár í röð fellur veiðileyfi þess og aflahlutdeild niður og skal aflahlutdeild annarra skipa í viðkomandi tegundum hækka sem því nemur.
    Við 10. gr. Greinin orðist svo:
                  Aftan við 4. mgr. 12. gr. laganna, er verður 6. mgr., kemur nýr málsliður, er verður 3. málsl., og orðast svo: Viðmiðunarhlutfall, sem ákveðið er í þessari málsgrein, lækkar þó um 5% fyrir hverja fulla 30 daga sem skipi er haldið til veiða utan fiskveiðilandhelgi Íslands á fiskveiðiárinu.
    Við 13. gr.
         
    
    2. efnismgr. falli brott.
         
    
    Orðin „og 6.“ í lokamálsgreininni falli brott.
    Við 15. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda frá og með því fiskveiðiári er hefst 1. september 1994, nema 1., 10. og 12. gr. er koma til framkvæmda við gildistöku laganna.
    Ákvæði til bráðabirgða I og II falli brott.