Ferill 537. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 537 . mál.


1093. Nefndarálit



um till. til þál. um fullgildingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á bókun 47 og tilteknum viðaukum við EES-samninginn.

Frá 1. minni hluta utanríkismálanefndar.



    Utanríkismálanefnd hefur fjallað um málið á allmörgum fundum. Embættismenn og fulltrúar stofnana og fyrirtækja mættu á fundi nefndarinnar. Þeir veittu mikilvægar upplýsingar, einkum um það hvaða tilskipanir eru þegar í íslenskum lögum og reglugerðum, hverjar má innleiða með reglugerðum með stoð í gildandi lögum og hverjar krefjast breytinga á íslenskum lögum. Um efnisatriði hinna fjölmörgu og viðamiklu tilskipana vannst hins vegar lítill tími til að ræða.
    Fyrsti minni hluti telur að ýmsar af umræddum tilskipunum kunni að vera þarfar. Aðrar virðast hins vegar orka mjög tvímælis. Flestar tilskipananna hefur a.m.k. 1. minni hluti ekki haft svigrúm til að skoða eins og nauðsynlegt væri.
    Af þeim ástæðum, sem nú hafa verið raktar, tekur 1. minni hluti ekki afstöðu til málsins og mun sitja hjá við afgreiðslu þess.

Alþingi, 28. apríl 1994.



Páll Pétursson,

Steingrímur Hermannsson.


frsm.