Ferill 568. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 568 . mál.


1101. Frumvarp til laga



um réttaraðstoð við alþjóðadómstólinn sem fjallar um stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu.

(Eftir 2. umr., 28. apríl.)



    Samhljóða þskj. 881 með þessari breytingu:

    5. gr. hljóðar svo:
    Heimilt er að handtaka þann sem óskast framseldur og setja í gæsluvarðhald eða beita hann öðrum þvingunaraðgerðum samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála.
    Gæsluvarðhaldi eða beitingu annarra þvingunaraðgerða skal markaður ákveðinn tími sem má ekki vara lengur en þar til endanleg ákvörðun er tekin um að hafna beiðni um framsal eða ákvörðun um framsal er framkvæmd.
    Sá sem úrskurðaður er í gæsluvarðhald vegna beiðni um framsal getur þegar 30 dagar eru liðnar frá úrskurði krafist úrskurðar um hvort hann skuli sitja áfram í gæsluvarðhaldi.