Ferill 577. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 577 . mál.


1102. Frumvarp til laga



um brunatryggingar.

(Eftir 2. umr., 28. apríl.)



    Samhljóða þskj. 896 með þessari breytingu:

    2. gr. hljóðar svo:
    Vátryggingarupphæð húsa, sem lög þessi ná til, annarra en húsa í smíðum, skal nema fullu verði þeirra eftir virðingu. Dómkvaddir matsmenn eða Fasteignamat ríkisins annast virðingu skylduvátryggðra húsa. Þegar dómkvaddir matsmenn sjá um virðingu skulu þeir skila Fasteignamati ríkisins upplýsingum um matið innan 15 daga frá því að mati lauk.
    Virðing skal gerð samkvæmt matseiningakerfi Fasteignamats ríkisins. Markmið virðingar er að finna hið sanna vátryggingarverðmæti (brunabótamat) húseignar á þeim tíma er virðing fór fram. Ef annar hvor aðili vill ekki una niðurstöðu virðingar getur hann óskað yfirmats.
    Breyta skal vátryggingarverði húsa til samræmis við vísitölu byggingarkostnaðar.