Ferill 294. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 294 . mál.


1126. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 65/1982, um skattskyldu innlánsstofnana, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 29. apríl.)



1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
    Í stað orðanna „Viðskiptabankar, sparisjóðir, veðdeildir við innlánsstofnanir og opinberir fjárfestingarlánasjóðir“ í 1. mgr. kemur: Lánastofnanir aðrar en eignarleigufyrirtæki.
    2. mgr. fellur brott.

2. gr.

    3. gr. laganna orðast svo:
    Heimildir til niðurfærslu viðskiptaskulda í 2. málsl. 3. tölul. 1. mgr. 31. gr. og 2. og 3. málsl. 5. tölul. 74. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt gilda ekki um skattskylda aðila samkvæmt lögum þessum.
    Frá tekjum aðila sem skattskyldir eru samkvæmt lögum þessum má draga þau almennu og sérstöku framlög í afskriftareikning útlána sem gjaldfærð eru í rekstrarreikningi í samræmi við gildandi reglur um ársreikning þessara aðila. Staða afskriftareiknings útlána í árslok dregst frá við uppgjör á eignarskattsstofni.
    Færsla á tillögum í afskriftareikning innan eigin fjár er ekki heimilt að draga frá tekjum. Þessi eiginfjárreikningur skal ekki dreginn frá við uppgjör á eignarskattsstofni.

3. gr.

    6. gr. laganna orðast svo:
    Þær stofnanir, sjóðir og félög sem skattskyld eru samkvæmt lögum þessum skulu undanþegin stimpilgjaldi af fjárskuldbindingum sem þau kunna að taka á sig.

4. gr.


    Heiti laganna verður: Lög um skattskyldu lánastofnana.

5. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1995 og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1996 vegna tekjuársins 1995.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Á því ári þegar lög þessi öðlast gildi skulu viðskiptabankar og sparisjóðir samkvæmt þeim leysa upp og færa til skattskyldra tekna þá upphæð sem stendur á afskriftareikningi útlána sem byggist á ákvæði 3. gr. laga nr. 65/1982, sbr. 2. gr. laga nr. 51/1984. Miða skal tekjufærslu við stöðu reikningsins 31. desember 1993. Ákvæði 1. gr. laga þessara skulu síðan gilda um skattaleg reikningsskil viðkomandi skattaðila frá því tímamarki.