Ferill 285. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 285 . mál.


1133. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 81 3. ágúst 1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, ásamt síðari breytingum, vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

Frá umhverfisnefnd.



    Við 1. gr.
    Á eftir orðinu „mengunarvarnareglugerð“ í tölul. 3.2 komi: eða öðrum reglugerðum.
    Tölul. 3.2.1 orðist svo: Starfsleyfi fyrir allan atvinnurekstur sem haft getur í för með sér mengun. Í reglugerð skulu m.a. vera ákvæði um staðarval, mengunarvarnir í einstökum atvinnugreinum og um rekstur og viðhald mengunarvarnaútbúnaðar.
    Á eftir tölul. 3.2.4 komi þrír nýir töluliðir, svohljóðandi:
        5.    Umhverfisstjórn og eftirlitskerfi fyrirtækja, svo og viðurkenningar, úttektir og eftirlit með slíkum kerfum.
        6.    Umhverfismerki á vörur, m.a. um veitingu þeirra og gjaldtöku.
        7.    Eftirlit með flutningi úrgangs milli landa og tilkynningarskyldu aðila sem meðhöndla og flytja slíkan úrgang.
    Í stað orðsins „iðnaði“ í tölul. 3.2.6 komi: atvinnurekstri.
    Við tölul. 3.2.8 bætist: í frárennsli.
    Í stað orðsins „vatn“ í tölul. 3.2.9 komi: grunnvatn og yfirborðsvatn.
    Á eftir tölul. 3.2.10 komi nýr tölul., svohljóðandi: Varnir gegn jarðvegsmengun og viðmiðunarmörk fyrir jarðveg.
    Í stað orðsins „viðmiðunarreglur“ í tölul. 3.2.11 komi: viðmiðunarmörk.
    Orðin „jafnframt viðurlög og málsmeðferð“ í tölul. 3.2.14 falli brott.