Ferill 430. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 430 . mál.


1134. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 30/1993, um neytendalán.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á fund til sín Þorkel Helgason, Finn Sveinbjörnsson og Gunnar Viðar frá viðskiptaráðuneytinu. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá ASÍ, BSRB, Iðnlánasjóði, Neytendasamtökunum, Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Seðlabanka Íslands og Verslunarráði Íslands. Allir umsagnaraðilar tóku jákvæða afstöðu til frumvarpsins þó að sumir teldu smávægilegra lagfæringa þörf.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 29. apríl 1994.



Vilhjálmur Egilsson,

Halldór Ásgrímsson.

Rannveig Guðmundsdóttir.


frsm.



Guðjón Guðmundsson.

Ingi Björn Albertsson.

Sólveig Pétursdóttir.



Jóhannes Geir Sigurgeirsson.

Kristín Ástgeirsdóttir.

Steingrímur J. Sigfússon.