Ferill 207. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 207 . mál.


1141. Nefndar

álit

um till. til þál. um græn símanúmer hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk á fund til sín Jón Birgi Jónsson, ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneyti. Þá bárust nefndinni mjög jákvæðar umsagnir um málið frá Póst- og símamálastofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Tillgr. orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að á næsta ári verði komið upp grænum símanúmerum í öllum ráðuneytum Stjórnarráðsins og helstu stofnunum ríkisins.

    Guðni Ágústsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 2. maí 1994.



Pálmi Jónsson,

Petrína Baldursdóttir.

Sturla Böðvarsson.


form., frsm.



Jóhann Ársælsson,

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

Stefán Guðmundsson,


með fyrirvara.

með fyrirvara.



Egill Jónsson.

Árni Johnsen.