Ferill 238. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 238 . mál.


1149. Nefndar

álit

um till. til þál. um úrbætur í málum ungmenna sem flutt hafa til Íslands frá framandi málsvæðum.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk á sinn fund Hrólf Kjartansson, deildarstjóra í menntamálaráðuneyti, Guðrúnu J. Halldórsdóttur, skólastjóra Námsflokka Reykjavíkur, og Ingibjörgu Hafstað, verkefnisstjóra hjá menntamálaráðuneyti. Þá studdist nefndin við umsagnir frá Barnaheillum, Félagi móðurmálskennara, fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra, fræðslustjóra Vesturlandsumdæmis, Heimili og skóla, Íslenskri málnefnd, Kennarafélagi Kennaraháskóla Íslands, Kennarasambandi Íslands og Námsgagnastofnun.
    Fram kom í umfjöllun um málið að þegar hefur verið unnið markvisst starf á því sviði sem tillagan varðar. Meðal annars var kynnt fyrir nefndinni skýrsla um nýbúafræðslu sem unnin var á vegum menntamálaráðuneytis. Námsgagnastofnun vinnur nú þegar að gerð námsefnis á þessu sviði og hafin er sérstök kennsla fyrir þessa nemendur.
    Nefndin telur að þingsályktunartillagan varði mikilvægt mál og sé góð viðbót og stuðningur við það öfluga starf sem þegar er hafið í menntamálaráðuneytinu á þessu sviði. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með breytingum sem gerðar eru tillögur um á sérstöku þingskjali. Þar er í fyrsta lagi lagt til að orðalagi tillögunnar verði breytt með tilliti til þess starfs sem þegar hefur verið unnið. Loks eru lagðar til lítils háttar orðalagsbreytingar sem ekki þarfnast skýringa.
    Björn Bjarnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 26. apríl 1994.



Sigríður A. Þórðardóttir,

Valgerður Sverrisdóttir.

Árni Johnsen.


form., frsm.



Svavar Gestsson.

Petrína Baldursdóttir.

Ólafur Þ. Þórðarson.



Tómas Ingi Olrich.

Kristín Ástgeirsdóttir.