Ferill 238. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 238 . mál.


1150. Breytingartillög

ur

við till. til þál. um úrbætur í málum ungmenna sem flutt hafa til Íslands frá framandi málsvæðum.

Frá menntamálanefnd.



    Tillgr. orðist svo:
                  Alþingi ályktar að beina því til menntamálaráðherra að:
        a.    Stuðla í auknum mæli að gerð kennsluefnis fyrir námsmenn af erlendum uppruna í sögu, landafræði, náttúrufræði og félagsfræði. Kennsluefnið verði á einföldu en góðu íslensku máli og til þess ætlað að auðvelda nemendum að tileinka sér annað kennsluefni í íslenskum skólum.
        b.    Beita sér fyrir eflingu sérstakrar íslenskukennslu fyrir nýbúa og íslensk börn sem hafa dvalist lengi erlendis.
    Fyrirsögn tillögunnar orðist svo: Tillaga til þingsályktunar um úrbætur í málum nýbúa og íslenskra barna sem dvalist hafa lengi erlendis.