Ferill 451. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 451 . mál.


1151. Nefndar

álit

um till. til þál. um náttúrufræðikennslu og sveitadvöl nemenda í 4.–6.bekk grunnskóla.

Frá menntamálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um þingsályktunartillöguna sem felur í sér að nám í náttúrufræði verði eflt. Við umfjöllun sína studdist nefndin við umsagnir frá Búnaðarfélagi Íslands, félagsmálaráðuneyti, Kennarasambandi Íslands, landbúnaðarráðuneyti, Landgræðslu ríkisins, Námsgagnastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúruverndarráði, Skógrækt ríkisins, Stéttarsambandi bænda og umhverfisráðuneyti.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með breytingum sem gerðar eru tillögur um á sérstöku þingskjali. Lagt er til að menntamálaráðherra vinni að þessu verkefni í samvinnu við umhverfisráðherra, auk landbúnaðarráðherra. Er það talið eðlilegt m.a. þar sem umhverfisráðuneyti fer með fræðslu- og upplýsingastarfsemi á sviði umhverfismála auk þess sem Náttúrufræðistofnun Íslands heyrir undir ráðuneytið, en meginverkefni þeirrar stofnunar er að skipuleggja heimildasöfnun um náttúru Íslands og miðla þekkingu um íslenska náttúru til skóla, fjölmiðla og almennings. Þá er talið óþarfi að einskorða kennsluna við tiltekna bekki eins og tillagan gerir ráð fyrir. Á sama hátt er talið eðlilegt að þeir sem koma til með að vinna að málinu móti aðra þætti, svo sem hvort námið skuli tengt dvöl í sveit. Loks telur nefndin ekki rétt að mæla fyrir um skipun starfshóps heldur verði sú ákvörðun falin ráðherrunum.
    Björn Bjarnason og Ólafur Þ. Þórðarson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 26. apríl 1994.Sigríður A. Þórðardóttir,

Valgerður Sverrisdóttir.

Árni Johnsen.


form., frsm.Svavar Gestsson.

Petrína Baldursdóttir.

Tómas Ingi Olrich.Kristín Ástgeirsdóttir.