Ferill 550. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 550 . mál.


1153. Nefndar

álit

um frv. til l. um leikskóla.

Frá menntamálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem byggist á endurskoðun núgildandi laga um leikskóla. Í frumvarpinu er kveðið á um aukna ábyrgð sveitarfélaga auk þess sem lögð er áhersla á að leikskólinn sé fyrsta stig skólakerfisins.
    Nefndin fékk á sinn fund við umfjöllun um málið Svandísi Skúladóttur, deildarstjóra í menntamálaráðuneyti, Guðrúnu Öldu Harðardóttur og Björgu Bjarnadóttur frá Fóstrufélagi Íslands, Þórð Skúlason, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Gyðu Jóhannsdóttur, skólastjóra Fósturskóla Íslands. Þá studdist nefndin við umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingu sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Lagt er til að í 9. gr. verði tryggt að þar sem tvö eða fleiri sveitarfélög kjósa að sameinast um rekstur leikskóla eigi þau öll fulltrúa í þeirri nefnd sem fer með málefni leikskóla. Þá vill nefndin benda á að fram kom í umfjöllun um málið að leikskólakennarar væru á meðal þeirra starfsstétta sem vísað er til í hugtakinu „sérfræðingar“ í 15. gr. frumvarpsins. Nefndin vill árétta að sá skilningur verði lagður í ákvæðið þrátt fyrir að leikskólakennarar séu ekki nefndir í athugasemdum með frumvarpinu.
    Björn Bjarnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 26. apríl 1994.Sigríður A. Þórðardóttir,

Valgerður Sverrisdóttir.

Árni Johnsen.


form., frsm.Svavar Gestsson.

Petrína Baldursdóttir.

Ólafur Þ. Þórðarson,


með fyrirvara.Tómas Ingi Olrich.

Kristín Ástgeirsdóttir,


með fyrirvara.