Ferill 602. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


117. löggjafarþing 1993–1994.
Nr. 18/117.

Þskj. 1202  —  602. mál.


Þingsályktun

um endurskoðun laga um síldarútvegsnefnd og nýtingu síldarstofna.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til að gera tillögur sem miði að því að auka nýtingu síldar til manneldis og nýta betur þá möguleika til atvinnusköpunar og gjaldeyrisöflunar sem felast í veiðum og vinnslu síldar. Nefndin endurskoði m.a. í þessu sambandi lög nr. 62/1962, um síldarútvegsnefnd og útflutning saltaðrar síldar, í þeim tilgangi að efla markaðsöflun fyrir síldarafurðir.

Samþykkt á Alþingi 4. maí 1994.