Ferill 544. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 544 . mál.


1229. Nefndarálit



um frv. til l. um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á fund sinn fulltrúa viðskiptaráðuneytisins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingu sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Í þeirri breytingu er lögð til jöfnun flutningskostnaðar á bifreiðabensíni á alla útsölustaði í byggð, en frumvarpið gerir ráð fyrir að jöfnun flutningskostnaðar nái aðeins til nánar tiltekinna staða. Þá er þeim stöðum, sem jöfnun flutningskostnaðar á olíuvörum nær til, fjölgað um fjóra. Loks er flugvélabensín tekið inn í 1. gr.
    Fjarverandi við afgreiðslu málsins var Sólveig Pétursdóttir.

Alþingi, 6. maí 1994.



Halldór Ásgrímsson,

Vilhjálmur Egilsson.

Guðjón Guðmundsson.


form., frsm.



Kristín Ástgeirsdóttir.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson.

Rannveig Guðmundsdóttir.



Steingrímur J. Sigfússon.

Ingi Björn Albertsson.