Ferill 506. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 506 . mál.


1235. Breytingartillögurvið frv. til l. um ráðstafanir til að stuðla að stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum í kjölfar samdráttar í þorskafla.

Frá 2. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (SJS, HÁ, KÁ, JGS).    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Á árinu 1994 er ríkissjóði heimilt að veita Byggðastofnun sérstakt framlag að fjárhæð allt að 500 millj. kr. til að standa straum af víkjandi lánum til sjávarútvegsfyrirtækja á svæðum eða í einstökum byggðarlögum sem samdráttur í þorskveiðiheimildum hefur bitnað sérstaklega á. Skal þá litið til þess að samdráttur í aflaheimildum sé yfir landsmeðaltali á viðkomandi svæði og sjávarútvegur vegi hlutfallslega þungt í atvinnulífinu.
                  Lánin skulu veitt fyrirtækjum sem vilja sameinast eða endurskipuleggja rekstur sinn með öðrum hætti og til að styðja nýjungar í atvinnulífi, sbr. 4. gr.
    Við 2. gr. Greinin falli brott.
    Við 3. gr.
         
    
    Í stað orðsins „fjórir“ í 1. mgr. komi: fimm.
         
    
    Á eftir orðunum „einn tilnefndur af félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. komi: einn tilnefndur af sjávarútvegsráðherra.
         
    
    Í stað „300 millj. kr.“ í 1. mgr. komi: 500 millj. kr.
         
    
    Á eftir orðunum „á rekstri hins sameinaða“ í 2. mgr. komi: eða endurskipulagða.
    Við 5. gr. Greinin orðist svo:
                  Af framlagi ríkissjóðs skv. 1. gr. er Byggðastofnun heimilt að veita 40 millj. kr. til að styðja við nýjungar í atvinnumálum sem auka fjölbreytni atvinnulífs í þeim byggðarlögum sem ráðstafanir þessar taka til.
    Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um ráðstafanir í kjölfar samdráttar í þorskafla.