Ferill 527. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 527 . mál.


1236. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um leigubifreiðar, nr. 77/1989.

Frá Pálma Jónssyni, Sturlu Böðvarssyni, Agli Jónssyni og Árna Johnsen.



    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  1. mgr. 9. gr. laganna orðast svo:
                  Atvinnuleyfi fellur úr gildi við lok 70 ára aldurs leyfishafa. Þó er heimilt að framlengja atvinnuleyfi til eins árs í senn allt til 75 ára aldurs leyfishafa ef hann telst hæfur til að stunda leiguakstur á grundvelli hæfnisprófs og læknisskoðunar eftir því sem nánar er ákveðið í reglugerð.
    Við 2. gr. Greinin falli brott.