Ferill 87. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


117. löggjafarþing 1993–1994.
Nr. 29/117.

Þskj. 1283  —  87. mál.


Þingsályktun

um endurskoðun slysabóta sjómanna samkvæmt siglingalögum.


    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að skipa nefnd til þess að endurskoða ákvæði siglingalaga, nr. 34/1985, um bótarétt sjómanna á íslenskum skipum vegna líf- eða líkamstjóns. Í nefndinni skulu m.a. eiga sæti fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna, rannsóknarnefndar sjóslysa, Sambands íslenskra tryggingafélaga og Siglingamálastofnunar.

Samþykkt á Alþingi 7. maí 1994.