Ferill 321. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


117. löggjafarþing 1993–1994.
Nr. 30/117.

Þskj. 1284  —  321. mál.


Þingsályktun

um rannsóknir á atvinnulífi og náttúruauðlindum í Öxarfjarðarhéraði.


    Alþingi ályktar að rannsakaðir verði kostir sem vænlegir eru til nýmæla og þróunar atvinnumála í Öxarfjarðarhéraði með sérstöku tilliti til náttúruauðlinda héraðsins. Rannsóknin miði að því:
          að safna saman fyrirliggjandi upplýsingum um náttúruauðlindir í héraðinu og greina þörf fyrir frekari rannsóknir,
          að greina vaxtarmöguleika atvinnulífsins í héraðinu,
          að gera sérstaka athugun á þróunarmöguleikum ferðaþjónustu í héraðinu og tengslum þessarar atvinnugreinar við uppbyggingu ferðaþjónustu í nágrannabyggðum,
          að kanna sérstaklega áætlanir um að veita Jökulsá á Fjöllum til Austurlands vegna virkjana og áhrif þessara vatnaflutninga á atvinnulíf í héraðinu og þróunarmöguleika þess.
    Byggðastofnun verði falið að hafa umsjón með rannsóknarverkefninu í samráði við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og sveitarstjórnir Öxarfjarðarhrepps og Kelduneshrepps.

Samþykkt á Alþingi 7. maí 1994.