Ferill 77. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


117. löggjafarþing 1993–1994.
Nr. 31/117.

Þskj. 1286  —  77. mál.


Þingsályktun

um styttingu vinnutíma.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera skýrslu um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á meðal Evrópuþjóða, einkum annarra norrænna ríkja, sem miða að styttingu vinnutíma og fjölgun starfa. Í skýrslunni verði gerð grein fyrir eðli og umfangi aðgerða, kostnaði og árangri eftir því sem upplýsingar frá stjórnvöldum, aðilum vinnumarkaðar eða alþjóðastofnunum gefa tilefni til.

Samþykkt á Alþingi 7. maí 1994.