Ferill 207. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


117. löggjafarþing 1993–1994.
Nr. 32/117.

Þskj. 1293  —  207. mál.


Þingsályktun

um græn símanúmer hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að á næsta ári verði komið upp grænum símanúmerum í öllum ráðuneytum Stjórnarráðsins og helstu stofnunum ríkisins.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 1994.