Ferill 269. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 269 . mál.


1295. Breytingartillögur



við till. til þál. um rannsóknir á ástæðum og afleiðingum ofbeldis gegn konum á Íslandi.

Frá félagsmálanefnd.



    Tillgr. orðist svo:
                  Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að skipa nefnd er undirbúi og hafi umsjón með rannsóknum á ástæðum, afleiðingum og umfangi heimilisofbeldis, svo og annars ofbeldis gegn konum og börnum.
                  Nefndin geri tillögur um úrbætur og gangi frá skýrslu um málið sem lögð verði fyrir Alþingi.
                  Nefndin skili áfangaskýrslum um störf sín eftir því sem þeim miðar fram en lokaskýrslan verði lögð fram á haustþingi 1995.
    Fyrirsögn tillögunnar orðist svo: Tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á heimilisofbeldi, svo og öðru ofbeldi gegn konum og börnum á Íslandi.