Ferill 628. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


117. löggjafarþing 1993–1994.
Nr. 37/117.

Þskj. 1325  —  628. mál.


Þingsályktun

um endurskoðun VII. kafla stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní 1944, með síðari breytingum.


    Alþingi ályktar, í tilefni 50 ára afmælis lýðveldis á Íslandi, að stefna beri að því að ljúka endurskoðun VII. kafla stjórnarskrárinnar, nr. 33 17. júní 1944, með síðari breytingum, fyrir næstu reglulegu alþingiskosningar.
    Miðað verði m.a. að því að færa ákvæði kaflans til samræmis við þá alþjóðlegu sáttmála um mannréttindi sem Ísland hefur gerst aðili að. Við endurskoðunina verði höfð hliðsjón af tillögum stjórnarskrárnefndar frá 5. apríl 1994.

Samþykkt á Alþingi 17. júní 1994.