Ferill 629. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


117. löggjafarþing 1993–1994.
Nr. 38/117.

Þskj. 1326  —  629. mál.


Þingsályktun

um stofnun hátíðarsjóðs í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins.


    Alþingi ályktar, í tilefni 50 ára afmælis lýðveldis á Íslandi, að stofna sjóð, lýðveldissjóð, og verja til hans 100 milljónum króna árlega næstu fimm ár.
    Ráðstöfunarfé sjóðsins skal ár hvert á starfstíma hans, 1995–1999, varið með þessum hætti:
     a.      Helmingi fjárhæðarinnar, 50 milljónum króna, til átaks í vistfræðirannsóknum á lífríki sjávar.
     b.      Helmingi fjárhæðarinnar, 50 milljónum króna, til eflingar íslenskri tungu.
    Alþingi kýs þriggja manna sjóðstjórn. Hún skal staðfesta rannsóknaáætlun skv. a-lið og reglur um stjórn verkefnisins, svo og um þátttöku vísindamanna og stofnana í því. Enn fremur skal sjóðstjórnin skipta því fé sem er til ráðstöfunar skv. b-lið og samþykkja verkefnaáætlun.

Samþykkt á Alþingi 17. júní 1994.