Málefni fatlaðra

82. fundur
Miðvikudaginn 01. febrúar 1995, kl. 14:38:29 (3733)


[14:38]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir þau svör sem hún hafði tíma til að gefa. Ég hafði einmitt spurt um það í ræðu minni hvort það væri virkilega rétt að ekkert hefði annað gerst í málefnum Kópavogshælisins en að einhverjir fundir hefðu verið hjá nefndinni og lítið komið út úr því. Ég tók eftir því þegar hún svaraði spurningunni um það hvað gert hefði verið í málum Kópavogshælisins að hún virtist vera eitthvað í vafa um það hvort unnið hefði verið eftir því sem ákveðið var að gera og að ekki væri búið að skipa þá nefnd sem félmn. hefði ætlað að gera. Það liggur því eiginlega í hlutarins eðli að álykta

sem svo að skýrslan sé að meiri hluta til unnin af hæstv. fyrrv. félmrh. sem nú er hv. 12. þm. Reykv. Ég vildi því spyrja hæstv. ráðherra að því hvort það sé rétt skilið og þá um leið vekja athygli á því að sá hv. þm., 12. þm. Reykv., hefur ekki séð ástæðu til að taka til máls um skýrsluna þó hér sé verið að fjalla um stóran málaflokk sem tilheyrði henni í ráðherraembætti.