Almenn hegningarlög

83. fundur
Fimmtudaginn 02. febrúar 1995, kl. 10:43:47 (3755)


[10:43]
     Sólveig Pétursdóttir :
    Virðulegur forseti. Bara örstuttar athugasemdir vegna þess sem hv. þm. Jón Helgason sagði hér áðan, en við eigum bæði sæti í allshn., að þetta frv. til laga um breyting á almennum hegningarlögum sem hér er mælt fyrir kemur nánast samhliða öðrum frv. til meðferðar í þinginu þar sem verið er að fjalla um í hv. efh.- og viðskn., m.a. um sérstök viðurlög gegn brotum á bókhaldslögum. Það var einmitt verið að fjalla um það frv. í nefndinni í morgun og komu gestir til að tjá sig um það. Þannig að ég vildi upplýsa það hér fyrir hv. þm. að þessi mál tengjast saman, en að öðru leyti vekja athygli á því sem fram kom í framsöguræðu hæstv. dómsmrh. Eins og menn sjá í greinargerðinni með frv. er hér um talsverðar breytingar að ræða varðandi refsimörk.