Framkvæmd búvörusamningsins

84. fundur
Föstudaginn 03. febrúar 1995, kl. 12:18:43 (3847)


[12:18]
     Guðrún J. Halldórsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. landbrh. svörin. Ég held að það séu miklir möguleikar til þess að við getum selt mjólk og mjólkurafurðir á Grænlandi. Ég hef að vísu ekki talað við háttstandandi ráðamenn þar en ég hef talað við aðra aðila sem hafa sýnt þessu þó nokkurn áhuga. Ég er viss um að þarna er leið fyrir okkur. Ég vil líka fagna því að verið er að vinna að því að lífræn ræktun og útflutningur lífrænna vara komist á. Þetta tvennt, lífræn ræktun og útflutningur á lífrænum vörum, er áreiðanlega eitt af því sem er gulls ígildi fyrir okkar smáu þjóð og hreina land.