Embættisfærsla umhverfisráðherra

87. fundur
Mánudaginn 06. febrúar 1995, kl. 17:05:54 (3957)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseti vill geta þess þar sem hún fer innan tíðar úr forsetastól að athugasemdir hafa verið gerðar við úrskurð forseta um að hæstv. ráðherra fengi 15 mín. eins og framsögumaður. Til þess að sá forseti sem tekur við innan skamms þurfi ekki að svara fyrir þessa ákvörðun þá vill forseti leyfa sér að standa við hana. Það eru engin ákvæði um hver frávik séu gerð þyki forseta ástæða til að hafa frávik frá umræðu. Það er hins vegar heimilt að hafa ómældan tíma þegar um er að ræða stórmál eins og mál sem fjalla um stjórnskipun, utanríkis- og varnarmál, staðfestingu framkvæmdaáætlana og annað slíkt. Forseta þykir þetta mál ekki þess efnis að ástæða sé til að ganga svo langt. Þessi úrskurður er úrskurður þess forseta sem hér stendur og ég vil biðja hv. þm. að angra ekki þann forseta sem innan tíðar tekur við með honum. Ég hygg að rétt sé að farið.