Embættisfærsla umhverfisráðherra

87. fundur
Mánudaginn 06. febrúar 1995, kl. 17:08:26 (3959)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseti vill taka fram að þessum orðum sögðum að hér er allóvenjulegt mál á ferðinni þar sem um er að ræða skipun rannsóknarnefndar um embættisfærslu ákveðins hæstv. ráðherra. Forseti taldi ekki ástæðu til að meta þessa umræðu til tímalengdar eins og um vantrauststillögu væri að ræða heldur þótti sanngjarnt að umræddur hæstv. ráðherra fengi jafnlangan tíma og 1. flm. tillögunnar. Þetta er einfaldlega úrskurður forseta og hann stendur og ég bið hv. þm. að tefja ekki tímann með því að ræða það frekar. Komi það í ljós að hér sé um alrangan úrskurð að ræða þá er það auðvitað í valdi þess forseta sem við tekur að hnekkja honum. En ég fæ ekki séð að það sé neitt sem bannar forseta að kveða upp þennan ákveðna úrskurð.