Tilkynning um dagskrá

90. fundur
Fimmtudaginn 09. febrúar 1995, kl. 17:45:56 (4140)


     Forseti (Kristín Einarsdóttir) :
    Það er tillaga forseta að umræða um 5. og 6. dagskrármálið fari fram sameiginlega, þ.e. að umræðunni verði hagað þannig að fyrst mæli hæstv. viðskrh. fyrir skýrslu sinni um störf Norrænu ráðherranefndarinnar og síðan mæli hæstv. 1. þm. Austurl., formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, fyrir skýrslu deildarinnar um norrænt samstarf.
    Þessi tilhögun er byggð á 3. mrg. 63. gr. þingskapa. Ef ekki eru andmæli við þessa tilhögun mun umræðan fara fram samkvæmt henni.