Tilkynning um utandagskrárumræður

91. fundur
Mánudaginn 13. febrúar 1995, kl. 15:06:17 (4150)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en lengra er haldið vill forseti tilkynna um tvær utandagskárumræður að lokinni atkvæðagreiðslu. Í þeirri fyrri er málshefjandi Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, 6. þm. Vestf., og efni umræðunnar er öryggi í samgöngumálum Vestfjarða. Þetta verður hálftíma umræða.
    Í síðari umræðunni er málshefjandi Ólafur Ragnar Grímsson og efni umræðunnar er hringamyndun og samþjöppun valds í íslenskri fjölmiðlun. Það er einnig hálftíma umræða.