Lækkun húshitunarkostnaðar

95. fundur
Miðvikudaginn 15. febrúar 1995, kl. 14:00:25 (4338)


[14:00]
     Gunnlaugur Stefánsson :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. iðnrh. svörin og fagna því að von sé á niðurstöðu í viðræðum við Landsvirkjun og Rafmagnsveitur ríkisins liggi fyrir um mánaðamótin þannig að það megi búast við því að aðgerðir til lækkunar á húshitunarkostnaðinum þar sem hann er dýrastur komi til framkvæmda strax í næsta mánuði.
    Ég varpaði einnig fram þeirri spurningu hvort fyrir lægi eða hvort það væri hægt að sjá fyrir um hve mikil lækkun kæmi til framkvæmda. Hæstv. ráðherra svaraði því ekki en ef það liggur að einhverju leyti fyrir, þá væri vissulega kærkomið ef hægt væri að upplýsa um það.