Flugmálaáætlun 1994--1997

101. fundur
Þriðjudaginn 21. febrúar 1995, kl. 18:04:10 (4615)


[18:04]
     Hjörleifur Guttormsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegur forseti. Örstutt vegna orða hæstv. samgrh. vegna minnar athugasemdar. Ég vildi koma því á framfæri við hæstv. forseta sem nú stýrir fundi, að hjá forseta sem greindi frá í upphafi fundar hvernig ráðgert væri að ræða mál kom fram hvert fyrsta dagskrármálið yrði, sem var rætt allgóða stund, um Iðnþróunarsjóð, síðan yrði vikið að ákveðnu númeri á dagskránni og mál yrðu síðan tekin í röð. Nú vil ég ekki fara að herma neitt orðrétt um þetta en þetta var sá skilningur sem ég fékk og það var með vísan til þess sem ég leyfði mér að gera ábendingu um að þetta gæti komið sér illa fyrir hv. þm. sem hefðu áhuga á viðkomandi máli sem nú hefur verið tekið á dagskrá.