Flugmálaáætlun 1994--1997

101. fundur
Þriðjudaginn 21. febrúar 1995, kl. 18:15:03 (4620)


[18:15]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hér er verið að mæla fyrir breytingu á flugmálaáætlun sem var samþykkt á síðasta þingi. Ég vildi spyrja hæstv. ráðherra í því sambandi: Í greinargerð er talað um að það verði hægt að framkvæma eftir sem áður eða ná meginmarkmiðum eins og segir þar um bundið slitlag á Patreksfirði og Egilsstöðum. Hins vegar er Sauðárkrókur ekki nefndur hér. Þar er skorið niður um 15 millj. kr. Þess vegna vildi ég spyrja: Hvað verður þá um þær framkvæmdir sem þar voru fyrirhugaðar? Falla þær niður eða hvað verður um þær? Eins með Húsavík. Það er heldur ekki nefnt í þessari greinargerð hvernig verði með Húsavík þar sem á að skera niður um 10 millj. kr. Telur ráðherra að það verði hægt að ljúka því og hvað með Sauðárkrók?