Framhald þingfundar

101. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 01:18:53 (4696)


[01:18]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) :
    Virðulegi forseti. Nú líður senn að lokum þessa þings og fjöldamörgum málum er ólokið. Ég held að það sé nauðsynlegt að menn notfæri sér nóttina og ég verð satt að segja að lýsa undrun minni á því þegar fullfrískir karlmenn eins og hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon eru farnir að kvarta undan svefnleysi. Ef það hrjáir hann svo illilega að hann á erfitt um mál þá bendi ég honum á það að hér eru sófar frammi þar sem hann getur lagt sig. Að öðru leyti hvet ég hann eindregið til þess að stytta mál sitt og greiða þannig fyrir þingstörfum.