Gjald af áfengi

101. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 01:39:19 (4700)


[01:39]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég kannast ekki við það að í því máli sem hv. þm. á örugglega við, sem er mál sem fjallar um rannsóknaraðila og störf eins ákveðins ráðherra, hafi verið tafið þannig við 1. umr. að ekki væri einu sinni hægt að greiða atkvæði um málið. Þessi mál eru að því leytinu til ólík að það mál fór þó í atkvæðagreiðslu um það hvort um framhald yrði að ræða. Það mál sem hér er hins vegar verið að tala um og það mál sem er fyrr á dagskránni eru mál sem hafa legið á dagskrá þingsins frá því í nóvember. Núna í lok þingsins er verið að reyna að koma þeim til atkvæðagreiðslu, ekki einu sinni í kvöld, jafnvel ekki á morgun heldur kannski ekki fyrr en á fimmtudaginn. Sá er a.m.k. munurinn á að þar var hægt að knýja fram afstöðu til málsins en það hefur ekki enn þá tekist í þessu máli.