Gjald af áfengi

101. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 01:40:14 (4701)


[01:40]
     Anna Ólafsdóttir Björnsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hygg að hæstv. fjmrh. geri sér grein fyrir því að málin eru jafnsíður komin til nefndar hvort sem það hefði verið samþykkt að mál fengju ekki að fara til nefndar, sem var sem betur fer ekki gert, fellt að það færi til nefndar og það komist ekki til nefndar vegna þess að umræða hafi dregist. Ég man ekki eftir að þessi mál hafi verið svo ýkja mikið á dagskrá og ég held að hæstv. fjmrh. verði bara að skeyta skapi sínu á forsetum sem ekki hafa tekið þetta mál á dagskrá.