Gjald af áfengi

101. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 02:35:58 (4720)


[02:35]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Einungis það að allur kostnaður sem bætist á innflytjandann hlýtur að koma fram í verðinu á vörunni og þar af leiðandi skiptir hann ekki máli fyrir ríkið sem slíkt. Ríkið mun setja áfengisgjaldið í staðinn og það verður áfengisstefnan sem ræður síðan hvert samanlagt gjald verður fyrir áfengið. Þar af leiðandi hlýtur það að skipta máli hver kostnaðurinn er af innflutningnum, hver kostnaðurinn er af lagerhaldi og öllu því sem þarna kemur til. Og ég fer ekkert ofan af því að það hlýtur þá að koma fram í minni mismun til ríkisins ef kostnaður við innflutninginn eykst í heildina.