Tilkynning um dagskrá

102. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 14:57:27 (4748)


[14:57]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég hefði talið rétt að hætta nú þeim umræðum sem hér hafa verið og fresta þessum þremur málum til næsta dags. Annaðhvort að fresta fundi til kvölds þar sem á að fara fram útvarpsumræða eða þá að gefa þeim þingmönnum sem hér höfðu reiknað með því að mæla fyrir sínum málum sérstaklega kost á því að gera það ef þeir sjá sér færi á því. En ég tel ekki rétt að halda hér áfram umræðum þar sem aðrir þingmenn sem ekki eru hér vilja taka þátt í þeim. Það var rætt um það að þeir þingmenn sem mundu mæla fyrir sínum málum fengju að gera það, en síðan yrði þá umræðum um þau mál frestað, þannig að umræður færu ekki fram í dag heldur aðeins að menn gætu þá mælt fyrir sínum málum. Ég tel að það sé rétt að gera það í samráði við þá þingmenn sem þar eiga hlut að máli, en að öðru leyti mælist ég til þess að fundi væri nú frestað.