Tekjuskattur og eignarskattur

104. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 01:27:07 (4886)


[01:27]
     Félagsmálaráðherra (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Bara rétt einu sinni enn af því að ég er svo óþreytandi með að koma með leiðréttingar á ,,litlu málunum`` þá er það svo að þingmaðurinn hefur misskilið ef hann heldur að það eigi að halda áfram með skýrslugerð fyrir 3 millj. Ég sagði fyrir nokkrum mínútum úr ræðustól að það væru ýmsar hugmyndir uppi sem ætti að hrinda í framkvæmd og mikilvægt að veita fjármagn til áframhaldandi vinnu í framhaldi af könnuninni. Ég kem hérna einnig upp til að upplýsa minn ágæta fyrrum nefndarfélaga, hv. þm. Jón Kristjánsson, um það að ég fullyrði, eftir að hafa setið í þingflokki Alþfl. í sex ár, að á stundum sem fyrrum félmrh. fjallaði um sín hugðarefni og þau mál sem henni lá á hjarta í þingflokknum, þá var ekki nokkur hætta á að nokkur sofnaði.