Afgreiðsla sjúkraliðafrv. úr nefnd

106. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 01:04:37 (5067)


[01:04]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Það kemur mér nokkuð spánskt fyrir sjónir í níu manna nefnd þegar tveir greiða atkvæði með einhverju máli, þrír sitja hjá og fjórir eru á móti, þá sé málið fallið vegna þess að þrír sitji hjá. Ég hélt að þetta væri auðvelt reikningsdæmi fyrir hv. þm. Tómas Inga Olrich sem talaði áðan og sem hefur jafnframt verið menntaskólakennari. Ég hélt að þetta væri bara ósköp auðvelt reikningsdæmi.
    Í öðru lagi er ég að heyra það núna á síðasta degi þingsins að það sé allt í lagi að það myndist nýr meiri hluti í nefndum þingsins. Það eru alveg ný sannindi fyrir mér en það er gott að vita það.