Kosning í fastanefndir skv. 13. gr. þingskapa

1. fundur
Mánudaginn 03. október 1994, kl. 15:29:02 (14)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti mun í framhaldi af kjöri til fastanefnda beita sér fyrir því sem fyrr að gerð verði áætlun um fundatíma nefndanna. Reynt verður að hafa fundatímana þá sömu og á síðasta þingi, eftir því sem hægt er, en breytingar sem orðið hafa á skipan nefndanna gætu leitt til einhverra breytinga á fundatíma þeirra. Ætlun forseta er að slík fundaáætlun liggi fyrir síðdegis á morgun, þriðjudag, og geti nefndirnar þá komið saman til síns fyrsta fundar samkvæmt þeirri áætlun á næstu dögum og kosið sér formann og varaformann og eftir atvikum fjallað um önnur mál er til þeirra hefur verið vísað. Miðað er við að fyrstu nefndafundir samkvæmt fundaáætlun hefjist næstkomandi miðvikudag.