Lánsfjáraukalög 1994

8. fundur
Fimmtudaginn 13. október 1994, kl. 14:19:45 (385)


[14:19]
     Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þegar ég var að beina orðum mínum til hv. síðasta ræðumanns síðast og lýsa furðu minni á hans skoðunum varðandi ríkisábyrgðina þá vakti einungis fyrir mér að vekja athygli á því að það þyrfti að skoða mjög vel gallana vegna þess að þeir eru mjög miklir. Ég er alveg viss um að þegar hv. þingmenn skoða það, fara yfir það með ýmsum sem til þekkja muni renna á þá tvær grímur hvort það sé rétt að afnema ríkisábyrgðina. Ég er viss um það mun hækka vextina og auka þjónustugjöld bankastofnana. Ég er alveg sannfærð um það.
    Varðandi það sem hv. þm. nefndi frá því í fyrra, einhverja ástarjátningu mína til hæstv. fjmrh. þá man ég ekki eftir því og hún hefur örugglega ekki verið í sambandi við húsbréfakerfið. Það er alveg ljóst.