Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

20. fundur
Fimmtudaginn 27. október 1994, kl. 16:56:59 (876)

[16:56]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég er tilbúinn við annað tækifæri að ræða betur og fara betur ofan í fréttaflutninginn frá Brussel. Það er enginn ágreiningur á milli okkar hv. 1. þm. Austurl. um afstöðuna til Evrópusambandsins. Við erum báðir sammála um það að innganga Íslands komi ekki til greina. Það var ágreiningur um afstöðuna til Evrópsks efnahagssvæðis. Það er liðin tíð, sú deila er að baki. Ég tapaði henni og ég sé ekki ástæðu til að erfa það við hv. 1. þm. Austurl. en undirstrika að innan Framsfl. er ekki ágreiningur um það að við munum ekki fallast á að Ísland sæki um aðild að Evrópubandalaginu.